Orðspor 1

7. KAFLI 105 Skref fyrir skref Sláið leitarorðinu Kínamúrinn inn í leitarvél á netinu. A. Hvað fann leitarvélin margar vefslóðir um efnið? B. Skoðið nánar fyrstu þrjár niðurstöðurnar. Eru þetta áreiðanlegar vefsíður? C. Prófið að þrengja leitina: Kínamúrinn úr geimnum . Hvað sýnir leitarvélin margar niðurstöður? Hér á eftir fara dæmi um tvær vefslóðir um sama efni. Hvor upplýsingaveitan er áreiðanlegri? Hvers vegna? • Ferðablogg Guðrúnar Sigurðardóttur sem ferðaðist að Kínamúrnum árið 2014 ásamt vinkonu sinni og lýsir því sem fyrir augu bar í ferðinni. • Umfjöllun Helgu Sverrisdóttur stjórnmálafræðings og Ulriku Andersen, vísindablaðamanns um Kína- múrinn á Vísindavefnum. Notaðu einföld en nákvæm leitarorð. Bættu gæsalöppum við leitarorðið til að þrengja leitina.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=