Orðspor 1
ORÐSPOR 104 Ekki trúa öllu sem þú lest … á netinu! Netið er stórkostlegt fyrirbæri. Þar má finna fróðleik og upplýsingar um allt milli himins og jarðar. Hver sem er, hvar sem er í heiminum getur deilt þekkingu með okkur hinum. Sem er hreint út sagt frábært en um leið varhugavert . Þegar maður leitar eftir upplýsingum eða les fréttir og greinar á netinu skal alltaf hafa í huga að hver sem er getur sett inn efni. Það þýðir að ekki er hægt að treysta og trúa öllu sem þar stendur. Það er mikilvægt að huga að því hvar upplýsingarnar er að finna og hver skrifar þær. Segjum sem svo að þú fáir það verkefni í skólanum að gera stutta ritgerð um Kínamúrinn . Þú getur leitað upplýsinga í bókum eða á netinu. Þegar þú lest um Kínamúrinn í bók er auðvelt að sjá hver skrifaði textann og hvaðan upplýsingarnar koma. Þú sérð nafn höfundar á bókinni eða getur lesið um í formála hvaða sérfræðingar hafa skrifað textann. Aftast í bókinni er yfirleitt heimildaskrá sem sýnir hvaðan upplýsingarnar eru fengnar. Þú sérð líka hvaða bókaútgáfa gefur bókina út. Það sama þarf að gilda um efni á netinu. Ef þú slærð inn leitarorðið Kínamúrinn í leitarvél færðu þúsundir vefslóða sem vísa þér á alls konar upplýsingar. Þú þarft að vera fær um að meta hvaða upplýsingar eru áreiðanlegar . Skoðaðu þessa bók. Hverjir eru höfundar hennar? Er heimilda- skrá í bókinni? Hver gaf bókina út? Er þessi bók, að þínu mati, áreiðanleg námsbók?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=