Orðspor 1
ORÐSPOR 102 Fréttir og fyrirsagnir H-in 5 Þegar fréttir eru skrifaðar er gott að hafa fréttaspurningarnar 5 í huga. Þær eru stundum nefndar H5. Hvað? Hvar? Hvenær? Hvernig? Hvers vegna? Skoðið fréttina um sjóstökkvarann. Hér er augljóst að fréttamaðurinn hefur stuðst við H5 þegar hann vann fréttina. Finnið svörin við spurningunum fimm. HVAÐ gerðist? HVAR átti það sér stað? HVENÆR gerðist það? HVERNIG vildi það til? HVERS VEGNA gerðist það? Skömmu fyrir klukkan tvö í nótt var lögreglu tilkynnt um mann sem hafði stokkið í sjóinn við miðbakka í Reykjavík. Maðurinn var kominn á þurrt þegar lögreglu bar að garði. Hann bar því við að hann hefði lengi langað að stökkva í sjóinn, eftir því sem fram kemur í skeyti frá lögreglu. Þar segir einnig að honum hafi ekki orðið meint af og var honum að því búnu ekið heim til sín. Stökk í sjóinn vinnubók bls. 94–95
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=