Orðspor 1
ORÐSPOR 100 Eins og eldur í sinu … Fyrir löngu síðan voru fréttir lengi að berast á milli manna. Notast var við bréfaskriftir, sendiboða og jafnvel bréfdúfur. Það gat tekið daga og vikur, jafnvel ár að koma mikil- vægum fréttum til skila. Þegar farið var að prenta blöð hafði fólk aukinn aðgang að fréttum en tíminn sem það tók fyrir fréttir að berast var enn nokkuð langur. Í dag fara fréttir eins og eldur í sinu um heiminn allan á örfáum sekúndum. Vefmiðlar eru yfirleitt fyrstir með fréttina. Líklegt er að hún verði í útvarpi og sjónvarpi innan klukkustundar og í fréttablöðum daginn eftir. Stórkostlegt slys Sokkið stærsta skip heimsins. 1653 menn farast. _ _ _ London 18. apríl, kl. 4, 48 e.h. Fólksflutningaskipið „Titanic“ rakst á hafísjaka á sunnudagskveldið kl. 10,25. Skipið sökk á mánudagsnóttina kl. 2,20 f.h. 705 menn komust af. 1653 menn fórust. Þeir sem björguðust koma til New York í kveld. Daily Mail Þetta ógurlega slys hefur orðið á miðju Atlantshafinu, eða eftil vill nokkru vestar. Pólstraumurinn ber geysistóra fjall- jaka með sjer á hverju vori norðan úr Grænlandsóbyggðum suður á móts við Nýfundnaland eða sunnar, svo að jafn- vel eru dæmi til, að jakar hafi sjest á 36. stigi n br. (á móts við Gíbraltar á Spáni). Jakarnir flækjast inn í Golfstrauminn og hafa margoft orðið skipum að tjóni. Má nærri geta, að ekki er gott að varast þá í náttmyrkri, eins og verið hefur, þegar þetta slys varð, og ef til vill í þoku eða roki Titanic var spánnýtt skip, sem WhiteStar- línan átti; hljóp af stokkunum í sumar sem leið, og var að öllu hið vandaðasta og fullkomnasta fólksflutningaskip, sem til var í heimi. Það var 45,000 smál. að stærð og var smíðað til þess að keppa við skip Cunnard- línunnar, en stærstu skip hennar eru 32,500 smál. Skipið hefur verið nær fjórar klukku- stundir að sökkva. Hefir það á þeim tíma getað sent loftskeyti um atburðinn og lík- lega hefur eitthvert skip borið að, áður en skipið sökk, sem hefur getað bjargað þeim 705 mönnum, er komust lífs af. Slysið er eitthvert hið stórkostlegasta, sem sögur fara af. Þessi forsíðufrétt birtist í Vísi þann 19. apríl 1912, sex dögum eftir að farþegaskipið Titanic sökk í sæ á leið sinni yfir Atlantshafið.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=