Orðspor 1

7. KAFLI 99 Hvað eru fjölmiðlar? Helstu fjölmiðlar nútímans eru: sjónvarp útvarp fréttablöð netmiðlar Fjölmiðlar eru stór hluti af lífi fólks. Mörg heimili fá fréttablöð inn um lúguna á morgnana. Við getum valið um margar útvarpsstöðvar til að hlusta á yfir daginn og kveikjum á sjónvarpinu á kvöldin. Og netið er innan seilingar hvar og hvenær sem er, stútfullt af afþreyingu og upplýsingum. Skoðaðu samsetta orðið fjölmiðill . Úr hvaða tveimur orðum er það myndað? Hvernig heldurðu að orðið hafi orðið til? Fjölmiðill er tæki til að dreifa upplýsingum til margra á stóru svæði. Nefnið fjölmiðla sem þið þekkið. Hvernig væri veröldin ef ekki væru fjölmiðlar? Hvernig haldið þið að fjölmiðlar verði eftir 100 ár? Árið 1930 hóf Ríkisútvarpið fyrstu útvarpsendinguna. Á Íslandi var fyrsta sjónvarpsútsendingin árið 1966 . Fyrir meira en 100 árum síðan voru fréttablöð einu fjölmiðlarnir. Árið 1995 hafði almenningur ekki aðgang að netinu. Sjónvarp, útvarp og fréttablöð voru stærstu fjölmiðlarnir. Árið 1940 var sjónvarpið enn þá ný uppfinning og alls ekki til á öllum heimilum. 1930 1940 1950 1960 1970 1980 1990 2000

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=