Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir leikskóla

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 99 • Gerið fuglafóðurspoka og hengið hann á trjágrein á lóðinni. Fylgist með þegar fuglarnir gæða sér á fóðrinu. Hvað eru þeir margir og hvað heita þeir? • Eltingaleikur: Frost og sól. Þegar barn er klukkað segir sá sem klukkar: frost og sá sem er klukkaður frýs með hendur út og fætur í sundur. Hin börnin mega frelsa með því að skríða á milli fóta þeirra og segja sól. Tónlist • Í rigningu ég syng • Sól sól skín á mig • Mér er kalt á tánum • Nú er úti norðanvindur • Signir sól • Skýin (Við skýin felum ekki sólina) • Ef sólin væri á bragðið eins og sleikjó • Mánaðalagið • Dagalagið • Vertu til er vorið kallar ... • Sumri hallar • Haustvísa (Hvert er horfið laufið sem var grænt í gær) • Með vindinum þjóta skúraský • Frost er úti fuglinn minn • Vorvindar glaðir • Dripp dropp, dripp dropp Ítarefni • Halló heimur 1. Fyrsti kaflinn fjallar um árstíðir. Bæði fróðleikur og hugmyndir að verkefnum, ætluð börnum á leikskólaaldri og börnum á grunnskólaaldri. Hægt er að aðlaga verkefni og leiki eftir aldri barna. • Orðalisti – árstíðir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=