Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir leikskóla

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 98 • Hvað er hægt að gera úti á sumrin? En veturna? • Þegar næturnar eru bjartar á sumrin, er þá í lagi að vaka alla nóttina? • Hvers vegna er veðurspá? er hún mikilvæg fyrir einhverja? Hafið þið séð veðurfréttir? • Er í lagi að vera úti í vondu veðri? Hvað þarf að gera til að hægt sé að vera úti í vondu veðri? • Umræður um besta árstímann og rökstuðningur. Leikir og sköpun • Útileikir eftir árstíðum: Spyrjið börnin hvort munur sé á hvernig við leikum úti eftir því hvaða árstíð er. • Skráið niður hugmyndir þeirra um hvaða leiki er hægt að fara í á mismunandi árstíðum. Til að gera umræðuna sýnilega er hægt að gera hugarkort og svo má gera súlurit, hvaða árstíð er með flesta leikina? Þegar búið er að skrá niður það sem kemur fram í umræðum er auðveldara að tala um það aftur. • Börnin búa til flugur úr pappadiskum (býflugur). Hægt er að útfæra flugurnar á marga vegu, mála á diskana eða gera klippilistaverk. Orð sem tilvalið er að leggja inn samhliða býflugnagerðinni eru fálmarar, frækorn, drottning, þernur og druntar (karldýrin), býflugnabú, hunang, varp, egg og lirfa. Sjá Halló heimur 1 – kennsluleiðbeiningar • Hægt er að túlka árstíðirnar á fjölbreyttan, myndrænan hátt í gegnum ýmsa miðla; málun, teikningu, textílvinnu. • Laufblaðaveran, nemendur þurrka laufblöð og nýta þau til sköpunar. • Afmælisdagakönnun. Hvenær eiga börnin afmæli? Börnin rétta upp hönd, öll telja saman og kennari skráir útkomuna. Unnið með hugtökin flestir, fæstir. Þekkja börnin afmælisdagana í fjölskyldunni? Hvenær eiga foreldrar og systkini afmæli? Gaman að gera súlurit með niðurstöðunum. Sjá Halló heimur 1 – kennsluleiðbeiningar. • Samvinnuverkefni með tré: Börnin mála og klippa trjábolinn úr maskínupappír. Laufblöðin svo gerð úr handaförum barnanna sem eru klippt út og límd á trjábolinn (ólíkir litir eftir árstíðum). • Laufblaðaþrykk: Laufblöðum er safnað, þau þurrkuð og svo máluð með þekjulitum eða fatalit. Síðan er laufblöðunum þrykkt á blað eða efnisbút. • Klippimynd: Klippið út myndir sem tengjast ákveðnum árstíðum. Límið á sameiginlegt veggspjald. • Flugdreki föndraður: Band sett í poka og farið með út í vindinn. • Klakaverkefni: Snjór tekinn og látinn bráðna, skoðað er hvenær (eftir hve langan tíma) og hvernig snjórinn bráðnar. Athuga mætti bráðnun á mismunandi stöðum í snjónum. Einnig hægt að mála snjóinn. • Veðurfréttir: Börnin flytja veðurfréttir fyrir framan deildina (t.d. í samverustund). Skoðið veðurkort með börnunum, t.d. á vedur.is. Látið börnin læra orðaforðann sem notaður er í veðurfréttum, s.s. lægð, hvassviðri, hæð, snjókoma o.s.frv. • Börnin velja sér tré í nærumhverfinu, fylgjast með því frá hausti og fram á vor. Hvernig breytist það með árstíðunum? • Sáið fræjum með börnunum og látið þau hugsa um og fylgjast með gróðrinum sem vex upp.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=