Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir leikskóla

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 96 „nefið þitt er fyrir ofan munninn,“ „nefið þitt er fyrir neðan augun.“ Þarna er verið að nota staðsetningarhugtök í aðstæðum þar sem börnin eru tilbúin að læra ný orð. • Hægt er að leika spæjaraleik með áherslu á staðsetningahugtök. Nokkur (tvö til fjögur) börn sitja saman og kennari segir „ég sé bók, hvar er hún?” Þegar barnið finnur hana bendir það á hana og hinn fullorðni svarar, „já, bókin er á hillunni,… í bókapokanum, … undir borðinu, ... við hliðina á mottunni, … bak við stólinn.“ • Smám saman munu börnin bæta við sig staðsetningarhugtökum. • Hægt er að nota staðsetningarhugtök í fataherberginu t.d. „farðu í úlpuna þína sem er við hliðina á úlpunni hans Óla,“ ... „stígvélin fyrir neðan úlpuna þína,“ … „regnbuxurnar sem eru undir regnjakkanum.“ • Notið staðsetningarhugtök og tengið við daglegt líf, notið tækifæri yfir daginn til að nota hugtökin. Leikir og sköpun • Kassaherbergi. Notið pappakassa og búið sameiginlega til herbergi inni í kassanum. Meðan verið er að koma fyrir hlutum í herberginu er hægt að skoða og tala um afstöðuhugtökin, það sem er fyrir framan eða nær er stærra heldur en það sem er fyrir innan o.s.frv. • Notið eða búið til staðsetningarhugtaka-spil. Til eru fjölmörg tilbúin spil með staðsetningarhugtökum. Einnig má prenta út myndirnar og búa til t.d. staðsetningarhugtaka-bingó. • Símon segir/Jósep segir: Kennari gefur fyrirmæli: „Símon segir allir upp á borð, undir borð“ o.s.frv. Þá gera börnin það sem Símon segir. Ef kennarinn notar ekki Símon fyrir framan skilaboðin og börnin gera samt það sem er skipað að gera, eru þau úr leik. • Útbúið hindrunarbraut á útisvæði eða í sal, börnin þurfa að fara yfir, undir og í gegnum. Hafðu orð á því hvað börnin eru að gera þegar þau fara brautina, t.d. „ég verð að fara á undan þér, þú verður fyrir aftan mig. Nú skríðum við undir róluna og í gegnum rörið“ o.s.frv. • Fela hlut, nota afstöðuhugtök. • Spjald með hugtökunum um yfir, undir, fyrir framan eða aftan o.s.frv. Kennari dregur spjald og lætur nemendur endurtaka og raða sér eftir því hvaða spjald er dregið. Tónlist • Upp, upp, upp á fjall. • Bílarnir aka yfir brúna. • Í ömmu minnar gamla húsi. • Ég langömmu á sem að létt er í lund. Ítarefni • Myndbandið Hvar er bangsi? eftir Tinnu Sigurðardóttur á Youtube. • Orðasjóður - staðarforsetningar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=