Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir leikskóla

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 95 Hvar er Kúri? fyrir aftan fyrir neðan í gegnum inni í neðst í miðjunni efst aftast fremst ofan í undir við hliðina á fyrir ofan fyrir framan ofan á á milli Kúri er mjög hrifinn af alls konar kössum. Hann hefur gaman af að stökkva upp á kassa, troða sér ofan í kassa, veltast um innan í kassa eða skríða í gegnum kassa sem er opinn báðum megin eins og rör. Stundum leikur Kúri sér að því að læðast í kringum kassa líkt og það leynist annar köttur á bak við hann. Svo lætur hann eins og það sé mús í felum undir öðrum kassa og dillar skottinu áður en hann ræðst til atlögu og veltir kassanum um koll. En þegar kötturinn verður þreyttur á leiknum skríður hann á milli tveggja kassa til að kúra. • Hvers konar ímyndunarleikir finnst ykkur skemmtilegir? • Lítið í kringum ykkur og finnið hlut sem er ofan á, fyrir neðan, fyrir ofan, við hliðina á. Hugmyndir að umræðuefni • Á þessari opnu eru staðsetningarhugtök (forsetningar). Þau lýsa sambandinu á milli einstaklings og hlutar og sambandi hluta við aðra hluti. Fyrstu staðsetningarhugtökin sem börn læra eru undir, yfir, á, í, fyrir framan, fyrir aftan, fyrir neðan, fyrir ofan og við hliðina á. • Síðar koma hugtök eins og ofan í, inni í, í gegn um, ofan á, á milli, neðst, í miðjunni, efst, aftast og fremst. Mikilvægt er fyrir börn á leikskólaaldri að ná tökum á þessum hugtökum, bæði að skilja þau og nota, því þau eru mikilvæg fyrir upphaf stærðfræðináms, lesturs og að fylgja fyrirmælum. Mikilvægt er að kenna þau um leið og börnin byrja í leikskóla. • Ræðið myndirnar á opnunni með því að nota staðsetningarorð t.d. „Hvað er fyrir framan eða fyrir aftan Kúra?“ „Hvað er fyrir framan/aftan þig?“ „Hvað er fyrir ofan/ neðan ...?“ o.s.frv. • Hægt er að leika leiki þar sem starfsfólk spyr börn „hvar er nefið þitt?“ Börnin benda á nefið sitt og þá er umræðunni fylgt eftir með því að segja t.d. „nefið þitt er á höfðinu,“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=