Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir leikskóla

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 92 • Ræðið um hvar dýrin búa og af hverju þessi dýr búa ekki á Íslandi? • Eru einhver þessara dýra hættuleg? Hvers vegna? Hvað er að vera hættulegur? En kraftmikill? Leikir og sköpun • Börnin hanna og búa til sitt eigið dýr. Útfæra má verkefnið á marga vegu, teikna dýrið, móta úr t.d. pappamassa. Virkja ímyndunarafl og sköpunargáfu. • Spurningar til að hafa í huga meðan verkefnið er unnið: ○ Hvað étur dýrið? ○ Hvar býr dýrið? ○ Er dýrið breytilegt eftir árstíðum? ○ Hvernig hreyfir dýrið sig? (Flýgur, gengur, syndir, skríður eða gerir það allt þetta?) • Tjáningarleikur: Kennarinn býr til spjöld með myndum af dýrum. Börnin draga eitt spjald í einu og lýsa dýrinu fyrir hinum börnunum. Þau mega tala um stærð, lit, hljóð, hreyfingar, mat og bústað en ekki nefna heiti þeirra. • Hreyfileikur: Kennari býr til spjöld með myndum af dýrum og dreifir á gólfið og nefnir nafn á því dýri sem börnin eiga að fara til og þau eiga að komast þangað með því að hreyfa sig eins og dýrið gerir. Kennarinn nefnir slöngu og þá skríða börnin eins og slangan að myndinni. Kennarinn nefnir frosk og börnin hoppa eins og froskur að myndinni. Kennarinn nefnir björn og börnin labba eins og björn að myndinni. Börnin æfa sig í allskonar hreyfingum dýra eins og til dæmis höfrungastökki, kengúruhoppi, krabbastöðu, froskahoppi, köngulóargangi, bangsagangi. • Hljóðkerfisvitund: Kennari nefnir upphafsstaf dýrsins á þeirri mynd sem börnin eiga að fara á: A og börnin hreyfa sig eins og api og fara að myndinni af apa o.s.frv. • Hljóðkerfisvitund: Klappa atkvæði dýraheitanna. • Lagið Fílaleiðangur (fimm fílar lögðu af stað í leiðangur). Tónlist • Ég fór í dýragarð í gær og gettu hvað ég sá • Ding dong sagði lítill grænn froskur • Það var einu sinni api • Fimm litlir apar sátu upp í tré • Dýravísur Ítarefni • 100 orða listi yfir dýr á slóðinni: 100ord.is. • Orðaleikur: Á heimasíðu Orðaleiks eru verkefni tengd málörvun og þar er m.a. þemað dýr

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=