Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir leikskóla

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 90 • Ræðið um að sum tónlist er spiluð hratt en önnur hægt og að stundum er spilað veikt og stundum sterkt. Finna dæmi og spyrja hvort þau heyri muninn. • Umræða um mismunandi hljómsveitir/tónlistarstefnur: Sinfónía, lúðrasveit, rokk, djass, rapp o.s.frv. Leikir og sköpun • Skapið saman tónlist með einföldum hljóðfærum, notið t.d. egg, hristur, stafi, bjöllur og trommur. • Búið til hljóðfæri með opnum efniviði, t.d. er hægt að nota leir eða hluti úr umhverfinu (greinar, steina). Þetta gæti verið samstarfsverkefni þar sem búin er til hljómsveit. • Spilið fjölbreytta tónlist og börnin mála í takt við hana. Hægt er að mála með penslum eða jafnvel nota hendur eða fætur. • Spilið lag sem börnin geta spilað með. • Stoppdans/stóladans. Á heimasíðunni Börn og tónlist er að finna lýsingu á stoppdans með galdrablæ, ásamt stuðningsefni. • Hlustun: Spilið verkið um Pétur og úlfinn, leggið áherslu á að hlusta eftir hljóðfærum og ræða um þau. Hvað segja þau um sögupersónurnar? • Hljóðfærahringur: Börnin velja sér hljóðfæri og spila á meðan tónlist er í gangi. • Umræða um hljóð, hátt, lágt, sterkt, veikt o.s.frv. • Hljóðfæraspjöld: Börnin velja sér hljóðfæri, kennarinn heldur uppi einu spjaldi og þá spila þau börn sem eru með það hljóðfæri. • Orðaforði: Útbúa hljóðfærabingó með myndum úr bókinni. • Hlustun: Hlusta t.d. á Karnival dýranna og ræða um tónlistina. Er tónlistin glaðleg, reiðileg eða sorgleg? Upplifa börnin aðrar tilfinningar? • Hlusta á glaðlega tónlist, dapra tónlist o.s.frv. Hafa allir sömu upplifun? • Tónlistarstefnukeppni, hvaða tónlistarstefna er vinsælust í hópnum. Gera súlurit og kynna fyrir t.d. foreldrum, öðrum á deildinni og öðrum deildum. Tónlist • Við erum söngvasveinar – af Barnavísur eftir Hafdísi Huld og Alisdair Wright. • Karnival dýranna. Það má finna nokkur myndbönd á YouTube sem hvert spilar tónlist fyrir ákveðið dýr. • Pétur og úlfurinn. Sögumaður Bessi Bjarnason. • Maxímús músíkús. Ítarefni • Á síðunni Börn og tónlist eru margar hugmyndir um hvernig hægt er að útbúa hljóðfæri og hljóðgjafa • Dansar og hreyfileikir fyrir leikskólabörn á Börn og tónlist vefnum • Gaman saman með Pétri og úlfinum • Gaman saman með Karnivali dýranna • Töfrakassinn – tónlistarleikir • Hring eftir hring, kennsluefni í tónlist og hreyfingu. Elfa Lilja Gísladóttir, tónlistarkennari, [email protected] • Maxímús músíkús

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=