| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 87 Andheiti Þegar talað er um að hlutir séu andstæður er það stundum kallað andheiti. Hér má sjá myndir af nokkrum slíkum. Kúri gæti bætt nokkrum við, eins og bragðgóður og bragðvondur, saddur og svangur, ljótur og fallegur, vakandi og sofandi. Getið þið fundið fleiri andheiti? Hugmyndir að umræðuefni • Hugtökin sem eru á þessari síðu eru mikilvæg fyrir málþroska barna. Þegar börn hafa lært þessi hugtök geta þau talað um lögun, áferð og staðsetningu. • Skoðið myndirnar með börnunum og nefnið pörin sem eru á síðunni. Hvetjið börnin til að nefna þau líka. Ræðið um andheiti/samheiti, hvað þýðir það? • Mikilvægt er að leggja áherslu á pörin þegar talað er um þau við börnin. T.d. ef lesin er bók má benda á að sögupersónan er blaut eða gömul og þá er upplagt að nefna að einhver sé þurr eða ungur. Einnig má leika leik þar sem starfsmaður segir annað orðið og börnin segja andheitið. • Þessi hugtök eru mikilvæg orð í orðaforða barna og þekking á þeim hjálpar til að byggja grunn fyrir lestrar- og stærðfræðinám. • Orðaforðavinna: Skoðið merkingu orða, hvað er myrkur/birta? Ef sólin skín úti, er þá myrkur? Ef það er dimmt úti, er þá birta? Hvað er kuldi/hiti? Ef einhver er í stuttbuxum og bol er þá kuldi/hiti úti? Ef það er sjór og klaki úti er þá heitt/kalt?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=