Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir leikskóla

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 86 • Hvað eru rafíþróttir? Út á hvað ganga þær? • Íþróttafélög: Eru börnin í íþróttafélagi eða halda börnin með ákveðnu íþróttafélagi? Passa verður að umræðan gangi út á að öll börn fái tækifæri til að tjá sig og að öll íþróttafélög séu jafnrétthá. Leikir og sköpun • Hægt er að setja maskínupappír á gólfið og öll teikna það sem þeim finnst skemmtilegast að gera í hreyfingu/í salnum/í íþróttahúsinu. • Frjáls hreyfing í salnum með fjölbreyttum efnivið. Slæðudans, blöðrudans (jafnvægi og hreyfing). Gerið fótspor á renning, ganga á renningnum (mjög gaman að gera með yngri börnum). • Búið til litlar myndir með öllum íþróttagreinunum. Börnin draga mynd og leika það sem er á henni. Hin börnin reyna að giska á hvað er verið að leika. • Þrautakóngur: Sá sem er hann fyrst (kennarinn) nefnir íþróttagrein og sýnir hvað er gert í þeirri grein, t.d. dansa, skauta, vera í golfi. Kennarinn talar hægt og skýrt og hefur smá bil á milli atkvæða. Börnin standa í hring og herma eftir hreyfingunni og orðinu. Þegar börnin hafa náð tökum á leiknum geta þau verið þrautakóngurinn. • Hlaupa í skarðið: Hópur barna stendur saman í hring og leiðist. Einn þátttakandi stendur fyrir utan hringinn og slær í bakið á einhverjum í hringnum. Báðir aðilar þurfa þá að hlaupa einn hring í kringum hópinn, hvor þeirra í eina átt og reyna að ná í skarðið sem skilið var eftir í hringnum. Sá sem nær fyrstur að komast í skarðið snýr sér þá út úr hringnum og ekki er hægt að „klukka“ hann aftur. Leikurinn heldur áfram þar til allir snúa út. Tónlist • Við klöppum, stöppum og hoppum öll í einu – af plötunni Ding Dong, Edda Borg og barnakór • Hreyfa - frjósa söngurinn • Höfuð, herðar, hné og tær af plötunni Ding Dong, Edda Borg og barnakór • Hókí pókí Af 100 íslensk barnalög. Edda Heiðrún Backman. • Bananadansinn • Súperman – af plötunni Laddi, allt í lagi með það Ítarefni • Hreyfispilið – leikreglur Upplagt er að aðlaga leikinn að íþróttunum sem eru kynntar á opnunni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=