| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 84 • Ræðið við börnin um hvað var gert í gær (þátíð), t.d. persónan boraði, skrúfaði, togaði, sópaði, hoppaði, hvíslaði, skúraði, mokaði, ryksugaði, prjónaði, saumaði, sagaði í gær. Athugið að öll þessi athafnaorð (sagnorð) eru með eins endingar: „-aði.“ Þessar endingar veikra sagna þróast fyrst hjá börnum þegar þau byrja að læra að nota þátíð og það er alveg eðlilegt að börn á leikskólaaldri noti þessa endingu þar sem hún á ekki við t.d. „stökkvaði“ og „neglaði“ því þau tileinka sér reglulegar (veikar) endingar fyrst. • Eftir því sem málþroski barna verður meiri, ná þau tökum á fleiri þátíðarendingum s.s. „faldi sig“ og „negldi“. Síðast ná þau tökum á sterku sögnunum t.d. „braut,“ „gróf,“ „gekk,“ „hljóp,“ „stökk“, „sat,“ „lá,“ „stóð“. Leikir og sköpun • Tvö skref til hægri – af plötunni Ding Dong, Edda Borg og barnakór • Fyrst á réttunni, svo á röngunni
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=