Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir leikskóla

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 83 Gerum og græjum Mannfólk er alltaf að gera eitthvað, rétt eins og kötturinn Kúri. En honum finnst stundum einkennilegt hvað það er sem fólk er alltaf að gera og græja. Hann skilur til dæmis ekki af hverju manneskjur eyða svona miklum tíma í að taka til. Þarf virkilega að sópa, skúra eða ryksuga gólfið svona oft? Hvað finnst ykkur? Eins finnst honum það skrýtið að bora eða skrúfa í vegg til að hengja eitthvað upp. Kúri er samt hrifinn af feluleik og hann fær aldrei leið á að stökkva til og frá. Hann sveiflar líka skottinu þegar einhver sest niður til að prjóna því þá gefst kjörið tækifæri til að elta hnykilinn. • Hvað er hnykill? • Hvernig hjálpið þið til heima hjá ykkur? Hugmyndir að umræðuefni • Á opnunni koma fyrir alls konar athafnir (sagnorð), þ.e.a.s. eitthvað sem fólk gerir. Ræðið við börnin um þessar athafnir og hvort þau hafi sjálf prufað þær s.s. að brjóta, toga, sópa, fela sig, ganga og hrista. Hvetjið börnin til að tjá sig um athafnirnar með því að búa til setningar. • Athugið að sagnorð (athafnaorð) eru frumeiningar setninga. Í öllum setningum þurfa að vera sagnorð. • Börn þurfa að fá tækifæri til að æfa sagnorð í 3. persónu, t.d. mamman borar í vegg, maðurinn neglir, konan grefur skurð, maðurinn sópar, strákurinn saumar og pabbinn sagar. • Einnig má mynda setningar þar sem sögnin birtist í nafnhætti, t.d. stelpan er að ganga, stökkva, hlaupa eða strákurinn er að hoppa, toga, hvísla. Þannig setningar eru ekki eins flóknar þar sem sögnin er í 3. persónu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=