Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir leikskóla

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 82 • Hér og á öðrum opnum þar sem gróður kemur fyrir má skoða blómin og tala um heiti eins og rót, laufblað, stilk, blóm, aldin og fræ. Sum blóm ilma en önnur ekki. Biðja börnin um að nefna blómaheiti, hvaða blóm þekkja þau? Sýnið eða skoðið myndir af algengum blómum eða finnið þau í náttúrunni t.d. fífill, sóley, gleymmérei. • Skoðið tréð og runnana á myndinni. Hvað heita hlutar trésins? Hvað heita trén í umhverfinu? T.d. ösp, reynitré, birki. Leikir og sköpun • Hægt er að gera samstarfsverkefni þvert á deildir. Skoðið almenningsgarð í nágrenninu, teiknið upp og búið til stóra lágmynd. Nota efnivið úr garðinum á myndina. • Börnin eigna sér tré í nálægum almenningsgarði og fylgjast með eftir árstíðum. Fara þangað reglulega og skoða breytingar. Ræða hvort tréð er sígrænt eða fellir lauf. • Nota efnivið sem við finnum í almenningsgörðum til að fara í leiki og þrautir. Hægt er að skoða verkefnabanka Skógræktarinnar eða verkfærakistu Miðstöðvar útivistar og útináms til að fá hugmyndir. • Leika sér frjálst í almenningsgarði og leyfa ímyndunaraflinu að flæða. • Vettvangsferðir í almenningsgarða; skoðið styttur og takið myndir af þeim. Vinnið áfram í leikskólanum þar sem börnin gera sínar eigin styttur úr fjölbreyttum efnivið. Tónlist • Litlu andarungarnir – af Svanhildur syngur fyrir börnin • Sex litlar endur – af Hemmi Gunn og Rúni Júl. syngja fyrir börnin • Hljóðlega gegnum hljómskálagarðinn (Haukur Morthens) Ítarefni • Plöntuvefurinn á mms.is • Efnið um trjátegundir má finna á vefsíðu skógræktarinnar. • Miðstöð útivistar og útináms. Á heimasíðunni eru fjölbreyttar upplýsingar og hugmyndir að útikennslu. Undir flipanum „verkfærakista“ er að finna lýsingu af fjölmörgum leikjum sem hægt er að flokka eftir aldri barnanna. • Lífsbreytileiki og vistheimt – Menntun til sjálfbærni. • Landvernd – leikskólar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=