Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir leikskóla

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 80 • Gleraugu (eitt orðanna). Hvers vegna notar fólk gleraugu? Nota einhverjir nemendur, kennarar, foreldrar, afar eða ömmur gleraugu? • Hverjir nota gleraugu í bókinni? Leikir og sköpun • Eftir umræðu má hvetja börnin til að búa til bæinn sinn /hverfið sitt, t.d. með einingakubbum. Hægt er búa til götur og byggingar. Síðan má merkja staði í bænum og festa við kubbana t.d. bakarí, ísbúð. • Skoðið einnig lýsingu á hugmyndum undir opnunni á undan, Í borginni. Tónlist • Stína og brúðan – Helga Möller syngur. (Tunglið, tunglið taktu mig.) • Búddi fór í bæinn – Skoppa og Skrítla á plötunni 5 barnagull. Ítarefni • Ég og bærinn minn – verkefni í Salaskóla. Finna má lýsingu á því í tímaritinu Skólaþráðum í nóvember 2017. Einnig er til myndbandsupptaka þar sem segir frá verkefninu á Youtube. Hugsanlega má aðlaga hugmyndina að börnum á leikskólaaldri.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=