| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 79 Í bænum Kúri laumast stundum inn í strætisvagn og ferðast yfir holt og hæðir til næsta bæjar. Þar er vinsæl ísbúð og lokkandi ilmur berst frá bakaríinu. Kúra þykir kleinulykt alveg einstaklega góð. Hér eltir hann ungling sem er að borða nýbakaða kleinu og vonast til að einhverjir molar detti á götuna. Því miður rann mávur líka á lyktina og fuglinn varð fyrri til þegar unglingurinn missti síðasta kleinubitann. Kettinum finnst hins vegar bensínlyktin á bensínstöðinni ekki jafn góð. Bensínbílarnir menga líka andrúmsloftið. Hann er því ánægður með að rafbílum á bílastæðum bæjarins hafi fjölgað. • Hver ætli sé munurinn á bæ og borg? • Hvað er hægt að kaupa í bakaríum? Hugmyndir að umræðuefni • Í öllum samfélögum býr alls konar fólk. Á myndinni eru foreldrar, unglingar, barn/ krakki, ungabarn, afi, bílstjóri. Á myndinni er gangstéttin áberandi. Talið um mikilvægi þess að nota hana þegar maður fer á milli staða. Ræðið einnig við börnin um að nota gangbraut þegar þau fara yfir götu. • Er munur á því að búa í bæ og borg? Hvernig þá? Búa þau í bæ eða borg? • Kynnið bakarí fyrir börnunum og hvað er hægt að kaupa þar, t.d. brauð, snúð, vínarbrauð, kleinu og kringlu. Hverjir vinna í bakaríi? Hvað gera þeir? • Ísbúð er alltaf vinsæl. Biðjið börnin um að segja frá þegar þau fóru í ísbúð síðast. Gefið öllum tækifæri til að tjá sig. • Hér er upplagt að tala líka um bílastæði, bensínstöð og hleðslustöð. • Fyrir utan ísbúðina er ruslafata. Talið um mikilvægi þess að finna alltaf ruslafötur ef þarf að henda rusli. Hvað ætti að gera við rusl ef maður finnur ekki ruslafötu?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=