| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 78 • Ræðið mismunandi ferðamáta, strætó, göngu, bíla. Taka börnin stundum strætó? Af hverju, af hverju ekki? • Talið um veitingahús, kaffihús og búðir. Ræðið: að elda mat eða kaupa tilbúinn mat eða jafnvel að fara út að borða? • Hafa börnin farið í bíó/kvikmyndahús? Hvaða mynd sáu þau? Hvað gerðu þau í bíó? • Eru ferðamenn á þessari mynd? Leikir og sköpun • Hverfið mitt, skapandi verkefni fyrir elstu börnin. Gott er að vinna þetta verkefni með könnunaraðferðinni. Markmið: Að börnin kynnist nærumhverfi sínu betur og hvað það hefur upp á að bjóða í gegnum skapandi ferli sem byggir á fjölbreyttum leiðum. Gönguferðir um nágrenni leikskólans með myndavélar og teikniblokkir. Skoðið götukort af hverfinu og merkið inn á það þá staði í nærumhverfinu sem börnin þekkja og þá staði sem er farið á í gönguferðum. Heimsóknir á stofnanir og söfn. Ferðir að helstu kennileitum. • Eftir vettvangsferðir er mikilvægt að gefa börnunum tíma til að vinna úr reynslunni, t.d. með myndsköpun, leikrænni tjáningu, í kubbavinnu, frjálsum leik, frásögnum o.s.frv. Í lok verkefnisins er bæði lærdómsríkt og gaman að taka gögnin saman (ljósmyndir, teikningar, götukort o.fl.) og halda sýningu. • Vettvangsferðir um nærumhverfið – hvað sjáum við? ○ Merkingar í umhverfinu ○ Mismunandi byggingar ○ Gróður – opin svæði – leikvelli ○ Bókasafn ○ Aðrir skólar ○ Búðir ○ Strætó – hópferðabíll ○ Listasöfn – listagarðar ○ Minjasöfn ○ Leikhús – tónlistarhús • Fjalla um umferðaröryggi og mikilvægi þess að gæta sín í umferðinni t.d. þegar farið er yfir götu, út úr bíl, strætó eða rútu o.fl. Tónlist • Stóra brúin fer upp og niður. Af plötunni Svanhildur syngur fyrir börnin. • Um landið bruna bifreiðar. Af plötunni Svanhildur syngur fyrir börnin. • Bátasmiðurinn. Af plötunni Leikskólalögin. Örn Arnarson syngur. • Kasper og Jesper og Jónatan. Ítarefni • Fara í vettvangsferð á byggðasafn eða borgarsögusafn (sjá borgarsogusafn.is) • Á ferð og flugi í umferðinni
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=