Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir leikskóla

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 77 Í borginni Í borginni er alltaf eitthvað um að vera enda býr þar margt fólk. Þar má líka rekast á ketti eins og Kúra og alls konar hunda. Í miðborginni má einnig finna margs konar búðir, veitingastaði og kaffihús. Umferðin í borginni er oft þung. Stundum verða árekstrar en lögreglan gætir þess að fólk fari eftir umferðarreglunum. Hún hjálpar líka til þegar andamamma þarf að komast yfir götu með ungana sína. Kötturinn Kúri kann ýmis ráð til að komast á milli staða í borginni og á það til að gerast laumufarþegi í strætó. • Getið þið komið auga á Kúra? • Hvers konar hljóð ætli heyrist í borginni? Hugmyndir að umræðuefni • Þegar maður býr í borg, bæ eða þorpi er mikilvægt að kunna orðin gata, gangbraut, tröppur, rampur, umferðarskilti, umferðarljós, stoppistöð. Ræðið um þessi orð og leyfið börnunum að finna þau á myndinni. • Þekkja börnin orð eins og blokk, fjölbýlishús og verslunarmiðstöð? Talið um myndirnar, skýrið og notið orðin. Hvetjið börnin til að nota orðin þegar þau tala um reynslu sína. • Skoðið opnumyndina, hvar er helst að gerast? Hægt er að ræða um hvort munur sé að eiga heima í bæ, borg, þorpi eða sveit? Í hverju felst sá munur? • Hvað eru miðbær og úthverfi? Hvar búa börnin? • Spyrjið börnin hvort þau viti hvað umferðarþungi sé. Kynnið fyrir þeim umferðarreglur, umferðarljós, umferðarmerki og stoppistöð. Kannið hvort börnin sjái áreksturinn á myndinni. Af hverju skyldi hafa orðið árekstur? Hafa þau orðið vitni að árekstri? Spyrjið börnin af hverju endurskinsmerki séu mikilvæg?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=