Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir leikskóla

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 76 • Hvaða búnað þarf maður að hafa í fjallgöngu? T.d. gönguskór, húfa, vettlingar, hlífðar- föt, hitabrúsi, bakpoki, göngustafur, kaðall (lína). • Fyrir eldri börn: fjallgönguskór (yfirhugtak: skófatnaður), höfuðfat, hvað getur orðið hlífðarföt þýtt meira en að skýla fyrir veðri? Hitaflaska (gamalt orð), stafur, prik, reipi, lína o.fl. • Önnur orð sem tengjast hálendinu eru fjall, eldfjall, foss, á, jökull, hraun, klettur, gjóta, þúfa og hóll. Hvenær verður hóll að fjalli? • Skoða Íslandskort, hvar búum við? Hvar er hálendið? Benda má á Íslandsbók barnanna (Forlagið). Þar má t.d. lesa um jarðskjálfta og eldgos. Hvað eru eldgos, jarðskjálftar og hraun? Ræðið. Leikir og sköpun • Samvinnuverkefni: Börnin geta búið til fjall, t.d. úr pappamassa. • Vísindastarf: Hægt er að búa til eldfjall með því að nota rauðan matarlit, heitt vatn, matarsóta, edik (skatarnir.is). Hægt er að lesa lýsingu á verkefninu hér af heimasíðunni Orð og vísindi í leikskólastarfi. • Vettvangsferð, skoða landslag í nágrenninu og ræða, sjást einhver fjöll? Jafnvel mætti teikna þau fjöll sem sjást eða taka myndir af þeim. Hvað heita fjöllin? Tónlist • Upp upp upp á fjall – af síðunni Lög fyrir krakka • Göngum göngum – af Barnavísur, Hafdís Huld. • Nú er úti norðanvindur – af Bara gaman, Árni Johnsen og nokkrar stúlkur úr Stúlknakór Reykjavíkur • Upp á grænum grænum – af Svanhildur syngur fyrir börnin. • Hó, hó. Hérna koma nokkur risatröll hó, hó – af síðunni Börn og tónlist • Þúsaldarljóðið Jörð. Upptaka frá Barnamenningarhátíð. • Þrjú hjól undir bílnum. Ómar í hálfa öld. Ómar Ragnarsson. Ítarefni • Komdu og skoðaðu fjöllin • Komdu og skoðaðu hvað dýrin gera – refir • Komdu og skoðaðu hvað dýrin gera – hreindýr • Komdu og skoðaðu hvað dýrin gera – minkar • Íslensku landspendýrin • Að búa til eldgos – á vefnum Orð og vísindi í leikskólastarfi • Halló heimur 2 • Halló heimur 2 – kennsluleiðbeiningar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=