| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 75 Hálendið Náttúran á Íslandi er falleg en Kúra finnst hún líka vera varasöm. Umhverfið er alltaf að breytast því hér eru bæði virk eldfjöll og jöklar sem ryðja sér leið. Útsýnið er víða fallegt og margir reima á sig gönguskó og þramma um hálendið til að njóta þess. Það getur þó verið erfitt að ganga upp og niður brattar brekkur og gjótur leynast hér og þar. Þá er gott að fara varlega til að detta ekki og hafa göngustafi að styðja sig við. Kúri er hins vegar lipur sem köttur og á ekki í nokkrum vandræðum með að stökkva yfir fjallagjótur. Á hálendi Íslands eru margir fuglar. Þau sem eru heppin geta séð örn en hann er sjaldgæfasti ránfugl á Íslandi. Austur á landi má líka rekast á hreindýr – eins og Kúri hefur fengið að kynnast. • Hvaða fjöll þekkið þið á Íslandi? • Hvað mynduð þið taka með ykkur í fjallgöngu? Hugmyndir að umræðuefni • Skoðið opnuna og smámyndirnar og parið saman. Nefnið alla staði og hluti sem bent er á. Þessi opna gefur tækifæri til að ræða um hálendið. Hvað er það? Hver á hálendið? Hver á heima á hálendinu? Hvar er hálendið? Hvernig bíla þarf yfirleitt til að keyra um hálendið? • Ræðið um hættur sem þarf að varast. Nefna má óbrúaðar ár, gjótur, jökla o.fl. • Hafa börnin farið upp á hálendið? Hafa þau gist í fjallaskála og þurft að nota kamar? • Skýrið út orðin ef þarf. Villt dýr á íslandi eru t.d. refur, hreindýr, kanína, mús og minkur. Fuglar sem hafa aðsetur á hálendinu eru m.a. haförn, smyrill, rjúpa og fálki.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=