Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir leikskóla

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 74 • Sumarbústaður, af hverju heitir hann sumarbústaður? Má bara fara í hann á sumrin? Góð hugmynd er að lesa bók þar sem útilega eða sumarbústaðarferð kemur fyrir til að skapa grunn að leikaðstæðum fyrir börnin. • Efst til hægri er fjárhús. Spyrjið börnin að því hvort þau hafi komið í fjárhús. Fyrir hvern er fjárhúsið? Hvernig er umhorfs í fjárhúsi? Einnig má sjá matjurtagarð á sama stað. Hvað vita börnin um grænmetisrækt? Leikir og sköpun • Póstkassinn: Staðsetja skal póstkassa í fataklefa. Börn og foreldrar eru hvött til að setja póst í kassann. Í bréfunum má segja frá einhverju skemmtilegu, semja sögu o.s.frv. Kassinn er tæmdur einu sinni í viku og bréfin lesin í samverustund. Bréfin hengd upp eftir lestur. Biðjið foreldra að skrifa um ferðalög þegar efnið er tekið fyrir. • Orða- og minnisleikurinn „Ég fór í ferðalag í gær.“ Tvö til fjögur börn geta leikið leikinn. Fyrsta barnið segir: Ég fór í ferðalag í gær og tók með mér úlpu. Næsta segir: Ég fór í ferðalag í gær og tók með mér úlpu og tjald. Þriðja barnið segir: Ég fór í ferðalag í gær og tók með mér úlpu og tjald og svefnpoka. Í hvert skipti sem kemur að barni er einum hlut bætt við. Tónlist • Bílalagið (Við setjum svissinn á). • Um landið bruna bifreiðar – af hljómplötunni Svanhildur syngur fyrir börnin. • Vor í Vaglaskógi – af plötunni Dans gleðinnar. Vilhjálmur Vilhjálmsson syngur. • Stingum af með Mugison. Ítarefni Þorri og Þura og tjaldferðalagið (Útgefið af Forlaginu).

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=