Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir leikskóla

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 71 • Talið um smádýrin sem sjást á myndinni. Þetta eru skordýr eða pöddur. Spyrjið börnin hvaða skordýr þau þekki. Nefnið heiti þeirra. Hvetjið til umræðna um hvað skordýr gera. Eru þau hræðileg eða ógeðsleg eða hafa þau einhverju hlutverki að gegna? Leikir og sköpun • Ormaföndur: Búa til orma úr fjölbreyttum efnivið, t.d. pappírsrenning sem er brotinn í harmonikkubrot/pappahólkar, garn, litir. • Köngulóaföndur: Búa til köngulær úr alls kyns efniviði t.d. eggjabakkar, pípuhreinsarar. • Hvaða fuglar eru í kringum leikskólann? Farið út og leitið að fuglum með börnunum. • Fuglaskoðun: Vettvangsferð á náttúrugripasafn. • Notið það sem er í náttúrunni í skapandi starf. Mála með greinum, fjöðrum og öðru efni sem finnst út í móa. • Vettvangsferð á opið svæði þar sem stutt er í náttúrulegan efnivið. Kennari gefur börnum fyrirmæli um að finna til ákveðinn efnivið, t.d. 10 litlar trjágreinar, 10 litla steina, 4 stóra steina, 6 laufblöð, 7 köngla o.s.frv. Hægt að vinna áfram með efniviðinn, skapa á staðnum eða fara með heim í leikskóla og skapa þar. • Farið í vettvangsferð, safnið pöddum og skoðið í stækkunar boxi. Getum við fundið lífverurnar á opnunni t.d. ánamaðkur, fluga, fiðrildi, könguló, padda/bjalla, lirfa? • Farið í vettvangsferð og skoðið plöntur og fugla. Verið e.t.v. búin að útbúa myndir af t.d. reynitré, birkitré, ösp og fleiri trjám og kannið hvort börnin sjái þannig tré (eftir árstíðum). Sama er hægt að gera með fugla. Horfa eftir fuglum og finna út hvaða fugl börnin sáu (með aðstoð, mynda, bóka eða netsins). Biðja börnin að reyna að finna geitung, humlu, uglu, mús, spóa, lóu, berjalyng, mosa, strá, fífil, sóley í vettvangsferð. • Leikurinn Tína ber, tína ber, skessan er ekki heima: Einn leikmaður, skessan, á að þykjast vera ekki heima. Hin eru börn sem eru að tína ber rétt hjá helli skessunnar og þykjast örugg um sig þar sem skessan er ekki heima. Þau syngja: „Tína ber, tína ber, skessan er ekki heima“. En skyndilega þegar minnst varir stekkur skessan fram og reynir að fanga börnin. Tónlist • Út um mó, inn í skóg – af síðunni Börn og tónlist. • Út um mela og móa – af plötunni Bara gaman. Árni Johnsen og nokkrar stúlkur úr stúlknakór Reykjavíkur syngja. • Nú blánar yfir berjamó – af plötunni Út um græna grundu. Ragnhildur Gísladóttir og Björgvin Halldórsson syngja. • Lóan er komin – af síðunni Börn og tónlist. • Sá ég spóa – af plötunni Folksongs from Iceland með Savanna tríóinu. • Snemma lóan litla í. Af plötunni Vísur úr vísnabókinni: Einu sinni var – Út um græna grundu. Björgvin Halldórsson syngur. • Fljúga hvítu fiðrildin (Tónagull). Helga Rut Guðmundsdóttir syngur. • Krumminn í hlíðinni. • Könguló, könguló, vísaðu mér á berjamó. • Komdu með mér könguló (Þórarinn Eldjárn). • Berjaför (lag: Gamli Nói) Litli Siggi, litla Sigga, löbbuðu út í mó. Bæði ber að tína ...

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=