Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir leikskóla

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 7 Áhersluorð Veljið tvö til þrjú orð af þeirri opnu sem verið er að skoða. Mikilvægt er að þetta séu orð sem tengjast daglegu starfi leikskólans/heimilisins. Endurtakið áhersluorðin í mismunandi samhengi mörgum sinnum yfir daginn. Góð hugmynd er að prenta út myndir af orðunum og hengja upp í augnhæð barnanna svo þær sjáist vel. Þannig má grípa tækifæri til að tala um orðin þegar börnin sýna þeim áhuga. Þau fá æfingu í að nota orðin og mynda setningar með þeim. Hvetjið börnin til að nota orðin í daglegu tali. Veljið orð úr mismunandi orðflokkum t.d. nafnorð (skeið, diskur), sagnorð (borða, drekka) og lýsingarorð (heitt, reiður, hart, svangur, rautt). Markmiðið með þessari aðferð er að börn heyri orð í mismunandi samhengi og öðlist skilning á fjölbreyttri notkun þeirra. Ítarefni Hægt er að finna frekari upplýsingar um hvernig hægt er að efla orðaforða með því að kynna sér á heimasíðu leikskólans Tjarnarsels. Á síðu sem heitir Orð og vísindi í leikskólastarfi eru gagnlegar upplýsingar um hvernig hægt er að kynna vísindi fyrir börnum á leikskólaaldri og þar koma mörg áhugaverð orð fyrir. Einnig má benda á orðaforðalista MMS og umfjöllun um orðaforða á Læsisvefnum. Lesið með hverju barni – Menntastefna Reykjavíkurborgar Lestrarmenning Læsisráð

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=