Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir leikskóla

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 69 • Af hverju eru skip með akkeri? • Hvaða farartæki sjást á myndinni? Hvað er hvalaskoðunarskip? Hverjir fara á þannig skip og hvað eru þeir að gera? • Þekkið þið einhvern sem er sjómaður? Hvað gera sjómenn? • Hvaða dýr sjást á myndinni? Talið um fiska og heiti þeirra t.d. þorskur og ýsa. • Borða börnin fisk? Hafa þau smakkað þorsk eða ýsu? Hvað með aðrar fisktegundir eins og ufsa eða karfa? • Talið um fuglana sem sjást á myndinni. Hvað éta þeir? Hvað éta kettir? • Hvað eru Kúri og fuglinn að gera? • Hvernig líður þeim? • Hvernig líður þér þegar þú ert svangur/svöng? • Umræða um báta og skipanöfn. • Hvað gefur hafið okkur? • Alltaf þarf að hafa í huga aldur og þroska barnanna þegar umræður fara fram. Leikir og sköpun • Fiskar, samvinnuverkefni. Mála sjóinn á maskínupappír. Börnin teikna allskonar fiska og klippa út og líma í sjóinn. Hægt að útfæra á fjölbreyttan hátt. • Bingó – finna myndir sem tengjast hafinu – útbúa spjöld. • Stórt skip – lítið skip (sjá t.d. heimasíðuna Leikir og spil): Leikur þar sem fyrirfram er búið að ákveða lykilorð og fer fjöldi þeirra eftir aldri og þroska barnanna. Orðin „stórt skip“, „lítið skip“ og „eyja“ eru ákveðnir staðir í herberginu. Skipin eru sitthvoru megin í herberginu og eyjan í miðjunni. Sögumaðurinn segir sögu og þegar þátttakendur heyra lykilorðin eiga þeir að bregðast við á viðeigandi hátt. Lykilorðin gætu verið: ○ Sjór – þátttakendur fara út með hendur og sveifla þeim. ○ Fugl – blaka höndum eins og vængjum. ○ Skipstjóri – lyfta annarri hendinni beint upp í loft. ○ Fallbyssa – gera sig að kúlu með því að beygja sig niður og taka utan um fætur sínar. Tónlist • Sigling (Hafið bláa hafið) af plötunni Barnaborg. • Bátasmiðurinn (Ég negli og saga) af plötunni Leikskólalögin. Ítarefni • Finna má efni um hafið á vef Sjóminjasafns Reykjavíkur. • Einnig á vef sem kallast Sjóminjar Íslands. Þar eru upplýsingar og tenglar á mörg sjóminjasöfn um allt land. • Vettvangsferð í sjóminjasöfn og fræðast um fisktegundir, veiðarfæri og skip. • Fjaran og hafið: Fræðsla um lífríki sjávar af heimasíðu MMS. • Veggspjald frá Forlaginu með fiskitegundum. Hægt er að finna fleiri veggspjöld á vefnum. • Hreint haf – hittu mig í horni • Hreint haf – gettu hver ég er • Fjaran og hafið – Þjóðsögur • Hollusta úr hafinu

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=