| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 68 Hafið Kettinum Kúra finnst hafið vera dularfullt og spennandi. Þar eru hákarlar og risavaxnir hvalir sem koma stundum upp á yfirborðið til að anda. Kúri kann betur við smærri fiska og finnst gaman að fara með fjölskyldu sinni út á mótorbát. Stríðinn mávur með fisk í gogginum flýgur rétt fyrir ofan Kúra sem teygir loppuna eins hátt upp og hann getur. Önnur fjölskylda er að veiða ýsu og þorsk í net í trillunni sinni. Sem betur fer eru allir í björgunarvesti því það getur verið hættulegt að detta í sjóinn, hann er svo djúpur og kaldur. Á sjónum sigla líka skemmtiferðaskip um höfin blá og fólk í skoðunarbátum vonast til að geta séð ef hvalir koma upp á yfirborðið. Heppnin er með þeim því þarna er stór hvalur að blása. • Hvaða fleiri orð eru notuð um sjó? • Hvaða dýr lifa í sjónum? Hugmyndir að umræðuefni • Hvað er á myndinni? Hafa börnin farið á sjó? Hafa þau farið á trillu, árabát, skemmtiferðaskip, hvalaskoðunarskip eða togara? • Skoðið litlu myndirnar í kringum opnumyndina. Er eitthvað á stóru myndinni sem er ekki á litlu myndunum? • Spyrjið börnin hvað þau viti um hafið? Einnig hvað þau langar að vita um hafið. • Skapið umræður um hvað sé í sjónum. Er hægt að veiða eitthvað í sjónum? Hægt væri að tengja við opnuna á undan og taka fyrir rusl í sjónum (plastmengun). • Spyrja um hvað árabátur sé. Hvað einkennir þannig bát? Er hann með vél? Hvað lætur árabát sigla? Af hverju þarf fólk að vera í björgunarvesti þegar það er í árabát? Hvað með önnur skip? • Hvað gerir björgunarhringur? Af hverju þarf að vera björgunarhringur á hverju skipi? • Hvernig skip eru fiskibátur, togari og skemmtiferðaskip?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=