Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir leikskóla

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 67 plokkdeginum og hreinsun strandlengjunnar. Einnig er hægt að ræða um mikilvægi þess að halda umhverfi sínu snyrtilegu. Taka til í kringum sig, gera vorhreingerningu eftir veturinn, tína rusl og sópa upp ryk og sand, taka þátt í plokkdeginum. Þetta er hægt að heimfæra á stærra samhengi við verndun náttúrunnar. • Skoðið efri hluta myndarinnar þar sem höfnin er. Hvaða tæki sjást þar? Ræðið: Hver veiðir fiskinn? Hvaðan kemur fiskurinn sem verið er að landa? Hvert fer fiskurinn í bláu kerjunum? • Bendið börnunum á björgunarbátinn. Af hverju þurfum við björgunarbát? Hvenær er björgunarbátur notaður? Fólkið á myndinni er að æfa björgunaraðgerðir m.a. með því að fljóta og láta draga sig upp úr sjónum. Hvað gera björgunarsveitir? • Talið um vitann og hvaða hlutverki hann gegnir. Af hverju eru vitar mikilvægir? Eru fleiri vitar í kringum Ísland? Hægt er að lesa sér til um vita á heimasíðu Vegagerðarinnar. Leikir og sköpun • Útinám – Vettvangsferð í fjöruna. • Hvað finnum við í fjörunni? Safna skeljum, kuðungum o.s.frv. • Búa til verur úr steinunum í fjörunni. • Skoða dýrin í fjörunni (kíkja undir steina og þang, líta í skorur). • Skoða þang og þara. • Hlusta á sjóinn. Taka upp hljóðin í fjörunni og hlusta á þegar heim er komið. • Safna dýrum úr fjörunni og setja í „fiskabúr“ heima. • Vinna skapandi verkefni úr því sem börnin fundu í fjörunni. • Vettvangsferð á höfn. • Skoða ólíkar tegundir af skipum og bátum. • Hvaða starfsemi fer fram á höfninni? • Leika með og skoða skeljar og ýmislegt úr fjörunni, með stækkunargleri og smásjá. • Skoða fiska að utan sem innan, hvað leynist í maganum á fiskinum. • Leika dýr í fjörunni og hreyfa sig eins og þau t.d. marfló, krabbi. • Leika fiska í sjónum og synda, nota tónlist með. Tónlist • Fiskalagið, Skoppa og Skrítla syngja lagið. Upphaf þess er: „Hafið þið heyrt söguna um fiskana tvo, sem ævi sína enduðu í netinu svo?“ • Fuglinn í fjörunni. Lag um máv. Ítarefni • Fjaran og hafið – Lífríki sjávar Fræðsla um lífríki sjávar á síðunni Fjaran og hafið á heimasíðu MMS • Fjaran og hafið – Þjóðsögur Fræðsla um þjóðsögur tengdar hafinu á síðunni Fjaran og hafið á heimasíðu MMS • Í kennslubókinni Komdu og skoðaðu hafið er fjallað um lífríki hafsins og samskipti manns og hafs. Af heimasíðu MMS. • Fjaran og vinir hennar – Samstarfsverkefni leikskólans Bakkabergs og grunnskólans Kelduskóla. Þróunarverkefni sem fjallar um að kynnast fjörunni og lífríki hennar. Ætlað leikskólaaldri. Hægt að finna á heimasíðu þessara skóla. • Hringrás vatnsins – verkefni frá Skólum á grænni grein – Landvernd.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=