Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir leikskóla

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 66 Fjaran og höfnin Kötturinn Kúri kíkir oft niður í fjöru því þar er svo margt áhugavert að finna. Þar eru skeljar, kuðungar, steinar og grjót, mávar og mýs. Stundum rekst Kúri á plast eða annað rusl sem á alls ekki heima í fjörunni. Þá er nú gott að stelpa í fjöruferð ákveði að tína upp ruslið. Einhver er að dorga á bryggjunni. Ætli hann nái að veiða fisk? Aðrir hífa fiskikar með veiði dagsins úr bát yfir á bryggjuna. Í dag er ótal margt að sjá. Kúri kemur auga á lunda með síli í skrautlegum gogginum. Sá kann að veiða! Rétt við höfnina er björgunarsveitin að æfa sig að bjarga fólki úr sjónum. Allt í einu kippist Kúri við. Eitthvað appelsínugult skríður upp úr sandinum með klærnar á lofti. Hvað ætli það sé? • Hvaða dýr sjáið þið á myndinni? • Hvers konar hljóð ætli heyrist í fjörunni? En á höfninni? Hugmyndir að umræðuefni • Skoðið opnuna og ræðið hvað þið sjáið á myndinni. Skoðið smámyndirnar og finnið sömu myndir á stóru myndinni. Ræðið hvort börnin hafi einhvern tíma farið í fjöruna og hvað þau hafa séð þar. • Hafa orð á því sem er í fjörunni, hvað finnum við í fjörunni? • Lífríkið í fjörunni: Hægt er að nefna þara, þang, skeljar, kuðunga, sand og steina. Spyrjið hvort allar skeljar, kuðungar og steinar séu eins. • Skoðið fuglana á myndinni og spyrjið börnin um heiti þeirra: mávur, lundi. • Önnur dýr sem sjást eru krabbi, rotta og selur. Hvað éta þau? • Talið um hver á heima í fjörunni og hvað dýrin gera þar. Hvaða hljóð heyrum við í fjörunni? • Takið fyrir umræðu um rusl í sjó sem safnast fyrir í fjörunni. Spyrjið börnin hvað við getum gert. Hægt er að fara í vettvangsferð út og tína rusl. Þegar heim er komið má skoða ruslið og skrá hvað það er sem fýkur í náttúrunni. Skoðið myndir af vefnum frá

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=