Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir leikskóla

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 65 • Ræðið: Til hvers notar fólk kút, sundgleraugu, sundhettu og froskalappir? Af hverju er gaman í rennibrautinni? Eru börnin byrjuð að læra að synda (fer eftir aldri)? Biðjið börnin að lýsa því hvað þau læra í sundkennslu. Hægt er að tengja umræðuna við sundkennslu í grunnskólum. • Ræðið um að ekki sé víst öllum finnist gaman að fara í sund. Segið frá því að það heiti vatnshræðsla ef fólk er hrætt við vatn. Spyrjið hvort börnunum finnist auðvelt/ erfitt að fara í heitt/kalt vatn? Spyrjið hvort þau haldi að allir eigi jafn auðvelt með að fara í sund? Ræðið hver gæti verið ástæða þess. • Ræðið við börnin um mikilvægi þess að fara í sturtu áður en farið er í laugina. Finnið mynd af veggspjaldinu með leiðbeiningum um að þvo sér áður en farið er í sund. • Orð sem tengjast sundi: Sundferð, busl, sundiðkun, sundleikfimi, sundlist, fara í bað eða sturtu, sólbað, sundsprettur, synda, sundföt, sundbolur, sundskýla. • Ræðið: Af hverju er konan með blindrastaf, hvernig er blindrastafur á litinn, hvernig er stafurinn notaður? Leikir og sköpun • Sulluleikir: Sulluker (sjá upplýsingar undir Forstofa og baðherbergi). Hægt er að fylla ker af vatni og leika með hluti sem tengjast sundferðum. Vinnið með hugtökin s.s. að fylla/tæma (ílát), sökkva/fljóta. • Samsett orð (eða orðhlutaeyðing): Sund- laug höll námskeið drottning kappi bolur buxur hetta skýla föt gleraugu kútur o.s.frv. • Þemakassar í frjálsum leik: Hér er tilvalið að búa til þemakassa í tengslum við sundstaði. Í kassann má setja t.d. sundföt, handklæði, froskalappir, sundgleraugu, efnivið til að búa til sundmiða, o.s.frv. Börnin velja og leika með efnið í kassanum. Hvetjið þau til að tjá sig um og tala saman um eigin reynslu af sundferðum. Spyrjið opinna spurninga um það sem þau tjá sig um. Tónlist • Súperman (Laddi). Syngja og gera viðeigandi hreyfingar. Ítarefni • Bókin Andarunginn lærir að synda (gefin út af Forlaginu). • Hvaðan kemur vatnið – verkefni frá Skólum á grænni grein – Landvernd.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=