Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir leikskóla

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 64 Í sundi Dag einn tekur Kúri eftir gati á girðingunni sem er við sundlaugina í hverfinu. Þegar hann hefur smeygt sér inn um gatið er eins og hann sé kominn í annan heim. Vatnshljóð, skrækir og köll berast úr öllum áttum. Kúri þarf að passa sig að verða ekki fyrir vatnsgusum. En svo finnur hann þurran stað framan við útiklefana. Þar ákveður hann að standa vörð til að passa upp á að það sleppi enginn sokkur út – því sokkar eiga það nefnilega til að hverfa þegar fólk klæðir sig úr þeim. Hafið þið lent í því? Aðrir sundlaugargestir virðast þó ekki hafa áhyggjur af þessu. Þeir stinga sér í vatnið og kafa og synda áhyggjulausir. Börnin busla í barnalauginni og sum fara í vatnsrennibrautina. Það er líka notalegt að sitja í heita pottinum og fara upp úr með mjúkar rúsínutær. • Hvernig eru rúsínutær? • Finnst ykkur gaman að fara í sund? Hvað finnst ykkur skemmtilegt að gera í sundi? Hugmyndir að umræðuefni • Skoðið opnuna og ræðið við börnin um það sem þau sjá á myndinni. Á myndinni má sjá fólk í sturtu, í pottum, rennibraut og í sundlaug. Farið líka yfir litlu myndirnar nefnið og reynið að finna hlutina á stóru myndinni. • Ræðið reynslu barnanna af sundferðum: Hafið þið farið í sund? Hvað gerir maður í sundi? Á myndinni má sjá allskonar fólk í fjölbreyttum aðstæðum. Ræðið um hvað það er að gera. Meðal annars má sjá ólétta konu í sturtu, barn í bala í karlaklefanum, mann í sólbaði, hetju í kalda pottinum, konu með blindrastaf, krakka í rennibraut og í pottinum, fólk í sundi, konu sem er að stinga sér. • Til að fá fram dýpri umræður er hægt er að spyrja um hvað börnin haldi að gerist næst hjá þeim sem eru í sturtu eða hjá þeim sem er í rennibrautinni o.s.frv.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=