Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir leikskóla

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 63 • Hvað eru veikindi? Hvernig lýsir það sér að vera veikur? Hvað gerir maður þegar maður er veikur? • Einnig að ræða hvað það er að vera hraustur. Af hverju viljum við vera hraust? Hvað getum við gert til að vera hraust? • Tennur: ○ Af hverju getum við fengið holur í tennurnar? ○ Hvaða matur er góður fyrir tennurnar? ○ Af hverju burstum við tennurnar? ○ Af hverju þurfa mamma eða pabbi að hjálpa til við að bursta tennurnar? ○ Af hverju er ekki gott að borða nammi á hverjum degi? Nammidagar, hvað er það? ○ Hvað gerist þegar við missum tennurnar (eldri börn)? Leikir og sköpun • Tilvalið er að útbúa þemakassa fyrir frjálsan leik út frá þessari opnu. Læknasloppur, sprautur, hlustunarpípa, skrifblokk, skriffæri o.s.frv. Tónlist • Tönnin mín (lag: Signir sól). Á heimasíðu leikskólans Bergheima er söngbók og þar má finna textann við lagið. • Dúkkan hennar Dóru. Lag frá Skoppu og Skrítlu um veikindi. • Hann er tannlaus greyið. Glámur og Skrámur í Sælgætislandi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=