Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir leikskóla

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 62 Hjá lækni og tannlækni Hvert er Kúri kominn núna? Dyrnar á læknastofunni standa opnar, Kúri finnur einkennilega lykt og læðist inn á biðstofuna. Þar situr fólk sem þarf á læknisaðstoð að halda. Einn maður er með annan fótinn í gifsi, kona huggar veikt barn og stúlka með rjóðar kinnar hóstar hátt. Þegar læknirinn er búinn að hlusta hana og þreifa á hálsinum fær hún lyf við hóstanum. Í sama húsi er líka tannlæknastofa. Tannlæknirinn gefur barni verðlaun fyrir að hafa staðið sig vel og barnið brosir svo breitt að Kúri veltir fyrir sér hvort hann gæti orðið dýratannlæknir. • Hafið þið farið til tannlæknis? Hvað gera tannlæknar? • Hvers vegna er mikilvægt að bursta tennurnar? Hugmyndir að umræðum • Skoðið litlu myndirnar og finnið samskonar myndir á opnumyndinni. • Ræðið við börnin læknis- eða tannlæknisheimsóknir: Af hverju þarf fólk stundum að fara til læknis? • Hvetjið börnin til að segja frá eigin reynslu. Hefur þú farið til læknis eða tannlæknis? Hvað gerðist? • Talið um þá sem vinna á heilsugæslu/lækningastofum: Læknir, hjúkrunarfræðingur, lífeindafræðingur, geislafræðingur, ritari o.fl. • Umræða um samheiti: Merkir lyf og meðal það sama? En veikur og lasinn? Hver er munurinn á að fá sár og vera sár? • Ræðið um orðin: Hræddur og hugrakkur, það má vera hrædd. Af hverju verðum við hrædd? Hvað getur maður gert þegar maður verður hræddur? • Hvað er slys? Hvað gerist þegar einhver lendir í slysi? Hvað er að vera meiddur?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=