Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir leikskóla

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 58 • Talið um sírenur á sjúkrabílum, lögreglubílum og slökkviliðsbílum og tilgang þeirra. Ræðið um farartæki sem nýtast okkur á ólíkan hátt, t.d. ruslabíll, sendibíll, vörubíll, bíll og leigubíll? • Nota börnin reiðhjól, sparkhjól, hlaupahjól, hjólabretti? Nota þau hjálm þegar þau eru á hjóli? Hvenær á að nota hjálm? Þekkja þau einhvern sem notar svona farartæki? Leikir og sköpun • Búið til farartæki úr fjölbreyttum efniviði. • Samvinnuverkefni: Fáið börnin til að klippa út farartæki úr dagblöðum/tímaritum og líma á stórt blað. Börnin geta unnið saman að því að teikna umhverfið (sjó, veg, himin o.s.frv.) á stóra blaðið. • Súlurit: Teljið bílana á bílastæði leikskólans, hægt að flokka þá eftir lit. Börnin og kennarinn nota upplýsingarnar til að búa til súlurit. Þau geta búið til bílabraut fyrir leikfangabíla. Efniviður: Karton, skæri, litlir bílar. • Flokkunarleikir: Flokkið farartæki eftir tegundum, lit, hvort það keyrir hratt/hægt o.s.frv. • Útinám: Gönguferð og skoða umferðarmerki, hvað merkja þau? Skoða farartæki í umhverfinu. Börnin telja upp þau farartæki sem þau sáu. Fundu þau farartæki sem er ekki á blaðsíðunni? • Búa til samsett orð: Finna eins mörg orð og hægt er sem enda á bíll, t.d. skólabíll, rútubíll, bókabíll eða byrja á skóli, t.d. skólaföt, skólastjóri,skólataska, skólabíll. • Börnin finna orð sem byrja á ákveðnum staf, nota stafaspjöld til að velja stafinn. Tónlist • Babú babú brunabíllinn flautar • Hjólin á strætó • Bílarnir aka yfir brúna • Við setjum svissinn á Ítarefni Hljóðtenging - Hljóm Hljóðkerfisvitund

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=