| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 57 Farartæki Kötturinn Kúri er hrifinn af farartækjum og fær fiðring í magann þegar þau þjóta hjá. Hann lætur sig dreyma um að ferðast langt út í sveit og horfir hugfanginn á eftir öllum farartækjum sem verða á vegi hans. Hvert skyldi fólkið í þeim vera að fara? Kúri hefur tekið eftir því að farartæki gefa frá sér ólík hljóð þegar þau fara hjá og sum eru meira að segja með sírenur. Hvers konar farartæki eru það? Kúri hefur fengið sér far með einu farartækinu, getið þið fundið hann? • Hvaða farartæki hafið þið farið í? • Til hvers eru umferðarreglur? Hvaða umferðarreglur kunnið þið? Hugmyndir að umræðum • Skoðið opnuna með farartækjunum. Hvaða farartæki þekkja börnin? Notið orðið farartæki til að kenna börnunum að það orð er yfirheiti yfir tæki sem við notum til að ferðast í. • Ræðið hvort farartæki séu mikilvæg. Hvernig ætli fólk hafi ferðast í gamla daga? Hvernig færum við að ef við hefðum ekki þau farartæki sem eru á opnunni? Ef ekki væru t.d. til flugvélar, vörubílar eða strætisvagnar? • Spyrjið börnin hvernig þau ferðast í leikskólann. • Sumir nota hjólastól. Þekkja börnin einhvern sem notar hjólastól? Hvernig er að nota hjólastól? Getur sá sem notar hjólastól gengið, hlaupið eða hoppað? Getum við hjálpað fólki sem notar hjólastól? • Spyrjið hvort börnin hafi farið í flugvél? Hvernig ferðast maður til útlanda? Hefur einhver farið í þyrlu? Hvað er sérstakt við þyrlur? • Rúta eða strætó, hvenær notar maður ólík farartæki? Hvernig er best að haga sér í strætó?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=