Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir leikskóla

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 53 Ævintýri og hrekkjavaka Í skólanum á að sýna leikrit því það er að koma hrekkjavaka og kötturinn Kúri lætur sig ekki vanta. Þar koma fyrir ýmsar kynjaverur úr ævintýrum eins og hafmeyja, draugur, geimvera, skrímsli, einhyrningur, dreki og norn. Kúri hefur fylgst spenntur með öllum klæða sig í grímubúningana enda er mikið um að vera. Nú hvetur leikstjórinn alla til dáða. Ofurhetjan er komin á loft, nornin fer með galdraþulu og sjóræningi æfir sig í að berjast við brynklæddan riddara. Einhver hrópar skrækri röddu: „Grikk eða gott!“ • Í hvernig búning langar ykkur að vera á öskudaginn? • Hvar er Kúri? Hugmyndir að umræðum • Umræða um ævintýri: Hvað eru ævintýri? Hvað einkennir þau? Eiga börnin sitt uppáhalds ævintýri eða ævintýrapersónu? Hvaða ævintýrapersónur eru á myndinni? • Umræða um ofurhetjur: Hvað er ofurhetja? Eru ofurhetjur góðar/slæmar? • Umræða um geimverur: Hvað eru geimverur? Hvaðan koma geimverur? • Umræða um leikhús: Hafa börnin farið í leikhús? Hver er munurinn á leikhúsi og bíó? • Hvað er að vera áhorfandi? Hvað er leikari? Hvað þarf til að búa til leikrit, búninga, sviðsmynd, tónlist, ljós o.fl. • Umræða um hrekkjavöku: Fara börnin í búning á hrekkjavöku? Hvað gerir fólk á hrekkjavöku? Hvað er grikk eða gott? Er eitthvað óhugnanlegt á hrekkjavöku? Leikir og sköpun • Búið til leikrit um eitthvað sem tengist starfi leikskólans t.d. tengt bókum sem verið er að lesa fyrir börnin. Farið fjölbreyttar leiðir við að setja upp leikrit með börnum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=