Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir leikskóla

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 52 • Hægt er að spyrja börnin af hverju við höldum upp á 17. júní? Hlustið vel á svör barnanna, hverjar eru þeirra hugmyndir? Talið um af hverju þessi dagur er haldinn hátíðlegur. Af hverju förum við í skrúðgöngu? Biðjið börnin að segja frá því hvernig þau halda 17. júní hátíðlegan. • Af hverju eiga þjóðir fána? Hvaða fána eiga aðrar þjóðir? • Spyrja má hvort aðrar þjóðir eigi daga sem þeir halda upp á. Eru einhverjir þeirra þeir sömu og á Íslandi? • Hvað er þorri og af hverju höldum við upp á hann? Hvenær er haldið upp á þorra? • Hvað er bolludagur? Búa börnin til bolluvendi? Hvað gerum við með þá? • Hvað er páskaegg? Hvað eru málshættir? Úr hverju er páskaegg búið til? Dæmi um málshætti er „eplið fellur ekki langt frá eikinni.“ Ræðið um merkingu málsháttarins. Getið þið fundið fleiri málshætti? Fá börnin páskaegg? Eru leikir tengdir því að fá páskaegg? Leikir og sköpun • Búa til íslenska fánann til að undirbúa fyrir 17. júní • Páskaföndur • Búningagerð Tónlist • Öxar við ána • Upp er runninn öskudagur • Á bolludegi fer ég með bolluvönd á kreik • Á sprengidegi er bumban að springa hreint á mér • Á öskudegi fer ég með öskupoka af stað • Sautjándi júní (Hæ hó, jibbí jei) Ítarefni Hafið í huga að einnig er mikilvægt að halda upp á menningu barnanna sem eru í leikskólanum hverju sinni t.d. með fjölmenningardegi eða menningarmóti (hægt að setja leitarorðið Menningarmót í leitarglugga og þá koma upplýsingar á vefsíðu sem Kristín R. Vilhjálmsdóttir býður upp á). Setjið inn eftirfarandi leitarorð í leitarvél á vef til að finna ítarefni um íslenska fánann og hátíðisdaga: • íslenski fáninn • þjóðhátíðardagur Íslands • páskadagur • öskudagur • bolludagur • sprengidagur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=