Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir leikskóla

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 51 Hátíðir þjóðhátíðardagur 17. júní þorri öskudagur bolludagur páskar Kúri heldur meira upp á suma daga en aðra. Hann vill frekar vera saddur en svangur og veit fátt betra en að borða. Kötturinn hefur því mikið dálæti á dögum þegar sérstakur matur er á boðstólunum eða nammi. Bolludagur, sprengidagur og öskudagur eru einmitt þannig dagar og þorrinn og páskarnir líka. Um páskana þvælist Kúri á milli húsa til að smakka á góðgætinu. Á meðan vinur hans les málsháttinn læðist Kúri að páskaunganum. Hvað ætlar hann að gera? Þjóðhátíðardagurinn 17. júní er einnig í uppáhaldi hjá Kúra. Þá er mannfólkið í spariskapi og horfir saman á skemmtiatriði eða þrammar um í skrúðgöngu við hressileg lög lúðrasveitar. Ilmurinn sem berst frá pylsuvagninum finnst Kúra lokkandi. Ætli hann geti krækt sér í bita? • Hvað borðið þið á þorranum? • Hvað gerið þið á öskudegi? Hugmyndir að umræðum • Þessari opnu er ætlað að kynna íslenska menningu fyrir börnum. Skoðið smámyndirnar og tengið þær við ákveðna hátíðisdaga. Ræðið við börnin hvort þau hafa upplifað þessa daga og hvað var skemmtilegt eða erfitt. Ræðið um að menning þjóða sé ólík og að á Íslandi höldum við upp á ákveðna daga. • Umræða um þorra, bolludag, öskudag og páska. Af hverju höldum við upp á þessa daga? Hvaða matur einkennir þorrann, bolludaginn, sprengidaginn, öskudaginn, páska og 17. júní? Tengja umræðuna við upplifanir og reynslu barnanna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=