| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 48 Form – litir – tölur einn tveir þrír fjórir fimm sex sjö átta níu tíu ellefu tólf þrettán fjórtán fimmtán sextán sautján átján nítján tuttugu hringur horn sívalningur stjarna röndótt ferningur tígull sexhyrningur keila doppótt ferhyrningur þríhyrningur fimmhyrningur strik köflótt rauður blár gulur grænn hvítur svartur bleikur grár appelsínugulur brúnn fjólublár Kúri hefur gaman af þrautum. Hér er þrautin sú að finna formin, litina og mynstrin sem eru vinstra megin á opnunni – á felumyndinni sem er hægra megin á opnunni. Skoðið myndina gaumgæfilega. Þar má líka telja viss atriði frá einum upp í tuttugu. Stjörnurnar á boltanum eru til dæmis sex talsins. Góða skemmtun! Hugmyndir að umræðum • Þegar unnið er með þessa opnu er mikilvægt að leggja áherslu á form, liti og tölur. • Skoðið blaðsíðuna vinstra megin og talið um litaheiti, tölur, form og mynstur. • Skoðið blaðsíðuna hægra megin og finnið mismunandi form, liti og fjölda hluta. Hvernig er kastalinn á litinn? Getið þið fundið hluti sem eru hringlaga, eins og ferhyrningur eða ferningur? Getið þið talið t.d. ský, glugga, ber? • Færið síðan umræðuna yfir í umhverfið sem þið eruð stödd í. Hvetjið börnin til að telja hluti í umhverfinu. Látið þau einnig telja fingur og tær. • Skoðið hvaða litir og form eru í umhverfinu. Hvaða form getum við fundið hér inni? Hvaða form getum við fundið úti? (Líta út um gluggann, fara út á leikskólalóð eða í vettvangsferð.) • Skoðið mynstur í umhverfinu. Hvaða mynstur eru í gluggunum á húsinu? Getum við fundið sömu mynstur í kringum okkur? • Skapið aðstæður þar sem hægt er að tala um og benda á liti í daglegu lífi. Tala má um liti leikfanga, fatnaðar og annars í umhverfinu: Geta allir séð liti? Sjá dýrin liti? Ræða um liti og litbrigði.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=