Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir leikskóla

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 46 Afmæli Nágranni Kúra á afmæli og gleðiglaumur berst út um opinn gluggann. Kötturinn læðist inn því hann veit fátt skemmtilegra en fjölmenn afmælisboð. Það er enn verið að skreyta og Kúri veltir fyrir sér hvort hann eigi kannski að hjálpa til. Haldið þið að það sé góð hugmynd? Öll fjölskylda afmælisbarnsins er mætt í veisluna; foreldrar, systkini, afar, ömmur, frænkur og frændur. Afmælisbarnið blæs á kertin á kökunni, gestirnir klappa og allir fá stóra sneið af afmæliskökunni. Einn gestanna getur ekki stillt sig um að opna litskrúðugan pakka en afmælisbarninu er örugglega alveg sama því gjafirnar eru svo margar. Kúri getur hins vegar ekki beðið eftir því að fá að leika sér með veifurnar sem hanga í glugganum. • Hvernig er ykkar fjölskylda? • Hvað gerið þið á afmælisdaginn ykkar? Hugmyndir að umræðum • Ræðið um það sem þið sjáið á opnunni. Hver á afmæli, hverjir eru í afmælinu, hvað er Kúri að gera? • Veistu hvenær þú átt afmæli? Hvað þýðir að eiga afmæli? • Hefur þú farið í afmæli? • Hvers vegna gefur maður afmælisgjöf, pakka? Áhersla á að góðar gjafir þurfi ekki endilega að vera dýrar. • Ræðið um fjölskyldur og ólík fjölskyldumynstur. • Hvað eru gestir? Af hverju býður maður gestum í afmælið sitt? • Hugtökin vinátta og væntumþykja. • Eru einhver skrítin og skemmtileg orð á opnunni? (rjómaterta, ruggustóll) • Hvað er hægt að gera í afmælisboðum? • Hver undirbýr afmæli, hjálpast allir að?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=