Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir leikskóla

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 45 • Koma fullorðnir með poka með sér í búðina til að setja vörur í? Nefnið heiti matvara, t.d. mjólkurvörur, álegg, fisk- og kjötvörur, grænmeti, ávextir, brauðmeti, sætabrauð, sælgæti. • Hvar eru mjólkurvörur, grænmeti og ávextir geymdir í búðinni? Hvernig borgar maður fyrir það sem maður kaupir? • Ræðið um peninga. Má fara í búðina og taka vörur eða þarf að borga? Leikir og sköpun • Hægt að bjóða upp á búðarleik með því að nota fjölbreyttan efnivið s.s. einingakubba, þemakassa o.fl. Hafið margskonar efnivið til boða sem hægt er að útbúa sem vörur í verslun. Hvetjið börnin til að skrifa upp innkaupalista yfir það sem þau vilja kaupa. • Börnin geta búið til eigin peninga. • Lesið bækur þar sem búðarferð kemur fyrir og hjálpið börnunum að yfirfæra söguþráðinn í leikinn. Tónlist • Ef að nú hjá pabba einn fimmeyring ég fengi? (Svanhildur syngur fyrir börnin)

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=