Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir leikskóla

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 42 Skólalóð Það er komin útivera og börnin streyma út um dyrnar út á skólalóðina. Kúri lætur sig ekki vanta því þar iðar allt af lífi og dillandi hlátur heyrist úr öllum áttum. Krakkarnir hlaupa eða þeysast um á hjólum. Sum róla sér, önnur ýta, elta bolta, renna sér, sippa, hoppa, vega salt, moka, klifra í kastala, kríta á stéttirnar eða taka þátt í leik á sparkvellinum. Sápukúlur svífa um og Kúri er alsæll því hann fær að vera með í fjörinu. Hann vill ekki vera út undan – frekar en nokkur annar. Skemmtilegast finnst honum þegar sápukúlurnar springa. • Hvaða útileikir finnst ykkur skemmtilegir? • Af hverju má ekki skilja neinn út undan? Hugmyndir að umræðum • Hvað eru börnin að gera? • Hvernig er veðrið? • Af hverju er mikilvægt að fara út á hverjum degi? • Er gaman að vera úti í öllu veðri? • Útileikir, hvað er skemmtilegt úti? Er eitthvað leiðinlegt? Af hverju? • Eru einhverjar reglur á útisvæðinu? Ef svo, af hverju eru þær? • Hvaða leiktæki eru í leikskólanum? En grunnskólanum?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=