Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir leikskóla

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 41 • Notið setningar sem fela í sér 3. persónu eintölu eða fleirtölu s.s. krakkarnir kubba, stelpan prílar, strákurinn sullar, stelpan eltir, strákurinn perlar, krakkarnir púsla, stelpan leirar, les, límir, klippir, skíður, krakkarnir syngja, stelpan dregur. Ekki nota bara nafnháttarsetningar eins og „krakkarnir eru að kubba“. Notið orðin í þátíð. Hvað gerðu börnin í gær? Leikir og sköpun • Drottningin, kóngurinn og börnin þeirra. Einn er valinn til að vera drottning/kóngur og situr á stól þar sem vítt er til veggja (í salnum). Hin koma saman á afmörkuðu svæði og þurfa að taka sameiginlega ákvörðun um hvað þau hafi aðhafst þann daginn (hvaða athöfn þau ætli að leika). Að því búnu fara þau á fund drottningar/kóngs sem mælir: „Hvað gerðuð þið í dag börnin góð?“ Þá byrja öll að leika með látbragði það sem ákveðið hafði verið. Drottningin/kóngurinn reynir þá að giska á hvað verið er að leika. Ef hún/hann giskar á rétt hlaupa börnin af stað og reyna að komast inn á svæðið sem afmarkað var í byrjun. Þau sem drottningin/kóngurinn nær að klukka mega svo aðstoða við að ná hinum en drottningin/kóngurinn ein/n má giska. • Útbúið litlar myndir með öllum athöfnunum. Börnin draga mynd og leika það sem er á henni. Hin börnin eiga að giska hvað er verið að leika. • Símon/Jósep segir. Eitt barnið eða kennarinn leikur Jósep og hann ákveður einhverja hreyfingu eða athöfn sem hin börnin eiga að framkvæma eða leika með því að segja t.d. „Jósep segir ... hoppa.“ Þá hoppa börnin. Ef ekki er sagt „Jósep segir“ fyrir framan sögnina sem á að framkvæma, telst sá eða sú sem gerir hana úr leik. Tónlist • Hreyfa/frjósa söngurinn • Við klöppum öll í einu

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=