Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir leikskóla

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 40 Lærum og leikum 29 28 kubba stappa spila strjúka klappa horfa teikna lita skrifa mála klippa líma príla sulla syngja lesa leira púsla perla draga ýta sparka grípa kasta skríða elta tala leika raða Kettinum Kúra finnst áhugavert að fylgjast með krökkum leika sér. Börn eru svo uppátækjasöm og fást við svo margt skemmtilegt. Sum hafa gaman af því að búa eitthvað til og þá er gott að hafa kubba, liti, skæri eða sand við höndina. Önnur vilja fara í þykjustuleik, spila á spil eða leika listir sínar með bolta. Enn önnur hafa gaman af tónlist eða dansi og þó nokkur börn hafa áhuga á dýrum. Kúri kann að meta það. Hann malar af ánægju þegar krakkarnir klappa honum eða klóra á bak við eyrun. • Hvernig hljóð heyrist þegar kettir mala? • Hvað finnst ykkur gaman að gera þegar þið eruð að leika ykkur? Hugmyndir að umræðum • Á þessari opnu er verið að leggja áherslu á sagnorð (athafnir). • Notið myndirnar til að útskýra athafnir ef börnin þekkja þær ekki, t.d. með því að sýna þeim hvað orðin merkja. • Talið um það sem börnin hafa gert af því sem er á myndinni. Hvaða aðrar athafnir hafa þau upplifað? • Ræðið um myndirnar og hvað muni mögulega geta gerst í framhaldinu. • Hvað finnst ykkur skemmtilegt að gera? Af hverju? • Finnst öllum það sama skemmtilegt? • Leggið áherslu á sagnorðin, setjið orð á það sem börnin eru að gera. Notið framtíð, spyrjið hvað börnin ætla að gera seinna. Notið sagnorðin við mismunandi aðstæður yfir daginn. Reynið að endurtaka sagnorðin yfir daginn í viðeigandi samhengi. Talið um sagnirnar í mismunandi aðstæðum þannig að barnið læri að hægt er að nota sama orðið á mismunandi vegu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=