Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir leikskóla

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 37 • Klöppum orð/atkvæði: Hvað heyrast mörg klöpp þegar við segjum leikskóli, útivera, krakkar, samvera, skólabækur, skólataska. • Alltaf að hafa í huga aldur og þroska barnanna þegar umræður fara fram. Leikir og sköpun • Skólinn okkar, samstarfsverkefni milli leik- og grunnskóla. Sameiginlegt listaverk sem börnin gera í samvinnu milli skólastiga. Verkið er svo hengt upp í grunnskólanum og þegar leikskólabörnin mæta í grunnskólann hangir verkið uppi og veitir öryggi. • Búa til samsett orð. Börnin finna eins mörg orð og hægt er sem byrja á skóli t.d. skólaföt, skólastjóri, skólajógúrt. • Leikskólinn minn, þemaverkefni. Hægt að nálgast viðfangsefnið á fjölbreyttan hátt, t.d. með könnunaraðferðinni. Hvað vilja börnin vita um leikskólann sinn? Hvað vilja þau bæta í skólaumhverfinu? Leyfið börnunum að taka myndir, teikna myndir o.s.frv. Tónlist • Í leikskóla er gaman • Það er leikur að læra • Í skólanum, í skólanum • Það er gaman að vera saman • Við erum góð, góð hvort við annað … • Við erum vinir, ég og þú (lag: Meistari Jakob) • Ég sendi þér fingurkoss • Vinalagið Ítarefni Þátttaka barna í ákvörðunartöku í leikskólastarfi. Leiðbeiningar um innra mat leikskóla. Á vefsíðunni Orðaleikur eru verkefni tengd málörvun og þar er m.a. þemað leikföng.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=