Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir leikskóla

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 31 • Hvers vegna þarf að fara í bað/sturtu? Umræða um hreinlæti. Af hverju burstar maður tennur eða greiðir hárið? Hvað notar maður til að þurrka sér? • Hvað sést í speglinum? Leikir og sköpun • Útbúið sulluker (ker á fótum þar sem hægt er að setja vatn, sand, hrísgrjón og annað efni sem örvar snertingu). • Setjið hluti sem tengjast heimili í sullukerið eða ílát af mismunandi stærð, hluti sem fljóta/sökkva, eru mismunandi á litinn. Hvaða hljóð tengjast vatni t.d. skvett, splass. Talið við börnin um hlutina í kerinu t.d. lit, lögun, stærð, áferð. Ræðið við börnin um hluti sem fljóta og sökkva. Spyrjið þau um fyrri upplifun af því að leika í vatni. Spyrjið um það sem gæti gerst ef vatnið yrði of mikið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=