Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir leikskóla

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 30 Forstofa og baðherbergi Fjölskyldan á efstu hæðinni í húsinu tekur vel á móti Kúra þegar hann kíkir í heimsókn. Kúri er með gott lyktarskyn. Hann byrjar gjarnan á að þefa af öllu í forstofunni. Þar má finna fjölbreytilega lykt. Hann finnur ilmvatnslykt af umslagi á gólfinu, lykt af nýslegnu grasi af strigaskóm og sveitalykt af stígvélapari. Súr táfýla sem gýs upp úr gömlum gönguskóm neðst í skógrindinni fær Kúra til að flýja inn á baðherbergi. Þar er svo mikil tannkremslykt að Kúra kitlar í nefið. Hann kemur auga á plastönd sem hann langar að krækja í. Á meðan hann bíður eftir tækifæri til að veiða öndina fær hann sér sopa úr polli á gólfinu en það er sápubragð af vatninu. • Hvað er lyktarskyn? Nefnið fleiri skynfæri. • Hvers konar lykt finnst ykkur góð? Hugmyndir að umræðum • Sýnið börnunum opnuna með forstofunni og baðherberginu. Ræðið um hvað er á litlu myndunum. Nefnið heiti hlutanna og talið um það sem við gerum við þá. • Hver er að koma heim? • Hvað heldur þú að sé í pokunum? • Hvar geymir maður fötin sín þegar komið er inn? • Hver fer í búðina? • Hjálpast allir að? • Hvort finnst þér betra að fara í bað eða sturtu? • Tekur þú eitthvað með þér í bað?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=