Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir leikskóla

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 29 • Deilir þú herbergi með einhverjum? • Alltaf þarf að hafa í huga aldur og þroska barnanna þegar umræður fara fram. Leikir og sköpun • Börnin teikna herbergið sitt, kennari þarf að vera vakandi fyrir að hlusta á samtal barna á meðan þau teikna. • Ræðið um myndina í bókinni eftir að þau eru búin að teikna herbergið sitt. Í samtalinu er gott að nefna það sem börnin töluðu um þegar þau teiknuðu myndina. • Klippið út leikfangamyndir úr blöðum, flokkið og límið á sameiginlegt blað. Teljið fjölda mynda í hverjum flokki. • Leikföng eru sett í poka. Börnin skiptast á að þreifa í pokann og reyna að lýsa leikfanginu fyrir hinum börnunum. • Börnin koma með uppáhaldsleikfangið sitt að heiman, sýna og segja frá. Tónlist • Dúkkan hennar Dóru • Dansi dansi dúkkan mín • Það var einu sinni strákur sem átti lítinn bíl

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=