Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir leikskóla

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 28 Stofa og herbergi Þegar fólkið hans Kúra fer í frí tekur fjölskyldan í næsta húsi að sér að passa hann. Þá lætur kötturinn eins og hann sé heima hjá sér. Honum finnst gott að kúra á silkimjúkum púða á sófanum í stofunni á meðan fjölskyldan slappar af eftir langan dag. Inni í herbergi barnanna úir og grúir af fötum, leikföngum og litum. Þar er líka margt forvitnilegt ofan í skúffu og inni í skáp. Bækurnar eru yfirleitt í bókahillunum en stundum liggja þær á gólfinu. Kúri er hrifnastur af ævintýrabókum og bókum með myndum af dýrum. • Hvað gerið þið þegar þið slappið af heima? • Hvers konar bækur finnst ykkur skemmtilegastar? Hugmyndir að umræðum • Um hvað er fólkið að tala? Gefið börnunum tækifæri til að mynda setningar. • Hvað heita herbergi heimilisins (nefna mætti: anddyri, forstofu, stofu, borðstofu, svefnherbergi, barnaherbergi, gang, þvottahús og geymslu)? • Hvað heita mismunandi hlutar hússins eins og veggir, loft, gólf, þak, kjallari, háaloft, strompur. • Umræður um leikföng. Hvernig leikföng eigið þið? Hvernig leikföng eru skemmtileg? Hvers vegna? Finnst öllum sömu leikföngin skemmtileg? Hvers vegna/hvers vegna ekki? Þurfum við að eiga mikið af leikföngum? • Þarf að ganga frá eftir sig? Af hverju, af hverju ekki? • Leikföng barna áður fyrr. • Hvað er herbergi og hvað gerir maður þar? • Hvað þarf að hafa í herbergi? Hvað finnst þér vanta í herbergið þitt?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=