Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir leikskóla

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir leikskóla | 2922 | MMS 2024 | 27 Leikir og sköpun • Samvinnuverkefni, stór veggmynd af eldhúsi. Hægt að teikna og/eða nota tímarit til að klippa út og líma á veggmyndina. Einnig hægt að prenta út af vef bókarinnar. Umræður um staðsetningu hluta og búnaðar. • Stafasúpa. Við þurfum bala, skálar, skeiðar, tangir og bókstafi sem þola vatn, t.d. úr svampi. Börnin hella vatni í súpuskálarnar og nota svo tangir til að velja sér stafi úr balanum og setja í skálarnar sínar. Hvetjið börnin til að finna ákveðna stafi sem tengjast myndum á opnunni. (Það gæti verið einfaldara og gott að byrja á að láta þau finna sinn eigin staf.) Spjallið við þau og hlustið á samræður þeirra sín á milli. • Uppáhaldsmatur, gera skoðanakönnun. Gerið súlurit úr upplýsingunum. Spyrjið á öðrum deildum og berið niðurstöður saman. • Ávaxtakarfan. Börnin sitja í hring og velja sér ávöxt (hægt að láta þau draga myndir). Einn stendur í miðjunni og segir t.d. epli. Þá eiga allir með epli að standa upp og finna sér nýtt sæti. Sá sem er í miðjunni á að „stela“ einu sæti. Sá sem fær ekki sæti stendur í hringnum og allt er endurtekið. Þegar kallað er „áxaxtakarfa“ eiga öll að skipta um sæti. • Spæjaraleikur – Hvað eru margir hlutir í eldhúsinu sem byrja á t.d. bókstafnum „s“ eða „b“? • Bakið stafi með börnunum. • Ljóðagerð. Börnin semja ljóð um eldhús og myndskreyta: ○ Ég sé ... ○ Ég heyri ... ○ Ég finn lykt af ... ○ Ég bragða ... ○ Ég snerti ... ○ Ég finn ... Tónlist • Allur matur á að fara • Grænmetisvísur (úr Dýrunum í Hálsaskógi) • Piparkökusöngurinn (úr Dýrunum í Hálsaskógi) Ítarefni Setjið í leitarvél: Bjössi bangsi er svangur til að finna efni unnið á vef Snjallrar málörvunar. Á vef Orðaleiks eru verkefni tengd málörvun og þar er m.a. þemað matur. Orðasjóður – ávextir, hægt að búa til samstæðuspil. Orðasjóður – matur, hægt að búa til samstæðuspil.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=